- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allan hefur bæst í hópinn hjá Val

Allan Norðberg leikur Val næstu tvö ár. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við deildarmeistara Vals. Allan, sem er færeyskur landsliðsmaður hefur undanfarin fimm ár leikið með KA. Nokkuð er síðan að Allan og KA sögðu frá að hann yrði ekki áfram hjá félaginu.

Allan kom hingað til lands frá StÍF í Skála sumarið 2018. Hann er örvhentur og getur leikið jafnt í hægra horni og í hægri skyttustöðunni. Allan var í færeyska landsliðinu sem braut blað í íþróttasögu Færeyinga þegar það vann sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar.

Allan bætist í hóp með Ísaki Gústafssyni, Viktori Sigurðssyni og Úlfari Páli Monsa Þórðarsyni sem gengið hafa til liðs við Val á síðustu vikum og verða þess albúnir að leik með liði félagsins þegar Olísdeildin hefst á nýjan leik í september.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -