- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir neikvæðir og reiðubúnir fyrir brottför

Íslenska landsliðið í handknattleik karla fer til Búdapest í fyrramálið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Allir í íslenska landsliðshópnum auk þjálfara og starfsmanna greindust neikvæðir í PCR skimun í dag. Niðurstöður bárust í kvöld að sögn Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra. Hann sagði öllum mjög létt við fregnirnar þótt ekki hafi verið uppi grunur um smit innan hópsins.

Þar af leiðandi er ekkert til fyrirstöðu að íslensku landsliðsmennirnir, þjálfarar og starfsmenn fari í loftið með Icelandair frá Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan níu árdegis á morgun eins og áætlað er. Flogið verður með hópinn beint til Búdapest þar sem fleiri skimanir auk æfinga taka við áður en flautað verður til fyrsta leiks íslenska liðsins á Evrópumótinu á föstudagskvöld klukkan 19.30.


Strangar sóttvarnarreglur verða í kringum hópinn ytra á meðan á þátttöku þess á mótinu stendur.

Leikjadagskrá í B-riðli EM

13.janúar:
19.30 Ungverjaland – Holland.
14.janúar:
19.30 Portúgal – Ísland.
16.janúar:
17.00 Portúgal – Ungverjaland.
19.30 Ísland – Holland.
18.janúar:
17.00 Ísland – Ungverjaland.
19.30 Holland – Portúgal.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -