- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt er í sóma hjá landsliðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og liðsmenn landsliðsins geta haldið áfram undirbúningi fyrir EM. Mynd/HSÍ

Allir leikmenn íslenska landsliðsins og starfsmenn fengu neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi sem hópurinn gekkst undir í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ í morgun.

Þetta var þriðja PCR próf hópsins síðan á sunnudaginn. Þar með getur undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið haldið áfram eins og aðstæður bjóða upp á.

Leikmaður landsliðsins sem var í einangrun er laus úr vistinni og kom inn í hópinn í morgun, eftir því sem næst verður komist.

Þrír síðustu starfsmenn landsliðsins eiga að losna úr einangrun á morgun eftir að hafa smitast af covid fyrir áramót. Þeir fara vitanlega í PCR próf áður en þeir koma til móts við félaga sína á Grand hótel.


Handknattleikssamband Evrópu hefur sett þátttökuþjóðum EM í handbolta strangar kröfur varðandi sóttvarnir áður en haldið er til mótsins. Einn liður í þeim kröfum eru reglubundin PCR próf.

Íslenski hópurinn fer til Búdapest á þriðjudagsmorgun en fyrsti leikur Íslands verður á föstudaginn við landslið Portúgal. Áður en haldið verður af stað verður nýtt neikvætt PCR próf að liggja fyrir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -