- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt gekk upp hjá okkur

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, fór á kostum gegn Fram í kvöld. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

„Það var frábært hvað við mættum allar vel stemmdar til leiks frá upphafi. Stúkan var frábær og krafturinn mikill í vörninni. Allt gekk bara upp hjá okkur,“ sagði hin 18 ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og langbesti leikmaður vallarins í Úlfarsárdal í kvöld þegar Haukar unnu Framara, 26:20, í fyrstu viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik.


Elín Klara skoraði 12 mörk í 13 skotum, var með tvö sköpuð færi, sex lögleg stopp í vörninni og tvo stolna bolta.


„Varnarleikurinn okkar var frábær. Hann skilaði okkur mörgum hraðaupphlaupum. Síðan var sóknarleikurinn skipulagður og yfirvegaður. Við vorum ekkert að flýta okkur, létum boltann ganga vel á milli okkar, sem skilaði opnunum,“ sagði Elín Klara sem var eins og aðrir Haukar í sjöunda himni með að fá draumabyrjun í úrslitakeppninni.


„Markmið okkar var að mæta hingað og vinna. Nú verðum að við fylgja þessu eftir. Tökum góðan fótbolta á æfingu á morgun og mætum vel gíraðar í leikinn á fimmtudaginn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir leikstjórnandi Hauka og einn sterkasti varnarmaður liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -