- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt mögulegt með góðum stuðningi á Ásvöllum

Steinunn Björnsdóttir leikur sinn fyrsta landsleik í ár í dag gegn Færeyingum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta er verður verðugt verkefni fyrir okkur en mér líst vel á það,“ sagði Steinunn Björnsdóttir hin þrautreynda landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í gær þegar talið færðist að tilvonandi landsleik við Ungverja í undankeppni HM sem fram fer á Ásvöllum í dag og hefst klukkan 16. Aðgangur á leikinn endurgjaldslaus í boði Icelandair.

Sjáum ákveðna möguleika í stöðunni

„Þær eru líkamlega sterkar og fljótar fram leikvöllinn svo það mun reyna mjög á okkur. Við sjáum hinsvegar ákveðna möguleika í stöðunni. Bæði í okkar leik sem við höfum verið að fínstilla í síðustu leikjum. Við eigum möguleika á að herja á veikleika þeirra,“ sagði Steinunn sem vonast eftir að sem flestir leggi leið sína á Ásvelli og styðji við baki á landsliðinu í þessari fyrri viðureign við Ungverja um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu.

Landsliðið valið fyrir leikina mikilvægu við Ungverja

Eru taldar sigurstranglegri

„Pressan er á ungverska liðinu. Þær eru taldar sigurstranglegri. Ungverjar hafa verið með á flestum stórmótum undanfarin ár og eiga að vera betri. Við eigum að geta nýtt okkur þá staðreynd á heimavelli. Fáir reikna með að við vinnum þessa leiki en sú von býr á meðal okkar. Við höfum trú á okkur í þessu verkefni,“ sagði Steinunn ákveðin.

Vaskur hópur fylgir Ungverjum til Íslands

Veikleikar eru fyrir hendi

„Við gerum okkur ennfremur vel grein fyrir að andstæðingurinn er gríðarlega sterkur. Eins og hjá öllum góðum liðum þá eru fyrir hendi veikleika. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og hans teymi hafa kortlagt andstæðinginn mjög vel. Við erum mjög vel undirbúnar.


Ennfremur er mikilvægt að við höldum áfram að vaxa í okkar leik sem við höfum verið að vinna í. Vonandi verður bara fullt hús af Íslendingum á leiknum sem nýtir sér það að Icelandair býður öllum að koma,“ sagði Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik.

—————-

Ókeypis aðgangur er á leikinn klukkan 16 á Ásvöllum á laugardaginn í boði Icelandair. Það er tekið fram hér þótt auglýsingastofan sem vinnur fyrir Icelandair hafi ekki minnsta áhuga á að kaupa auglýsingu af handbolti.is né séð sér fært að láta svo lítið að svara óskum þar um.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -