- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt samkvæmt áætlun hjá Valsmönnum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur varð í kvöld fjórða liðið inn í undanúrslit Íslandsmótsins í handknattleiks karla, Olísdeildina. Valsmenn unnu KA öðru sinn í átta liða úrslitum, 33:28, í Orighöllinni í kvöld og rimmuna saman lagt 63:54. Valur mætir ÍBV í undanúrslitum sem hefjast á þriðjudaginn. Í hinni viðureigninni eigast við deildarmeistarar Hauka og Stjarnan sem komst áfram fyrr í kvöld eftir tveggja marka sigur á Selfossi í síðari leik liðanna í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Sigur Vals var aldrei í hættu í kvöld. KA-menn héldu í við þá framan af en þegar kom fram í síðari hálfleik voru Valsmenn með öll tök á leiknum. KA-liðið er þar með úr leik reynslunni ríkara eftir þátttöku í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en hálfan annan áratug.


Valur var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:16.

Martin Nágy, markvörður Vals, náði sér vel á strik í kvöld og var með ríflega 42% hlutfallsmarkvörslu. Tumi Steinn Rúnarsson og Vignir Stefánsson voru atkvæðamestir í sóknarleiknum. Tumi skoraði sjö mörk og átti þátt í fimm mörkum til viðbótar. Róbert Aron lagði einnig upp fjögur mörk.


Árni Bragi Eyjólfsson var sem fyrr allt í öllu í KA-liðinu. Hann skoraði sjö mörk og skapaði fimm marktækifæri. Áki Egilsnes var einnig góður en báðr léku þeir sinn kveðjuleik fyrir KA að þessu sinni. Patrekur Stefánsson skoraði sex mörk í jafnmörgum skotum.


Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Tumi Steinn Rúnarsson 7/3, Róbert Aron Hostert 6, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 4, Finnur Ingi Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Anton Rúnarsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 14, 42,4%.
Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 7/1, Áki Egilsnes 7, Patrekur Stefánsson 6, Einar Birgir Stefánsson 2, Andri Snær Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 9, 25,7% – Bruno Bernat 3, 30%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -