- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Allt þarf að ganga upp hjá okkur“

Rut Arnfjörð Jónsdóttir fyrirliði landsliðsins er barnshafandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við höfum nokkrum sinnum áður verið í þessu sporum, það er að vera nærri stórmótum en ekki tekist að stíga stóra skrefið til að komast alla leið enda um stórt skref að ræða,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlegar viðureignir við Ungverja í umspili um HM sæti sem standa fyrir dyrum.

Ásvellir á laugardaginn

Fyrri viðureignin við ungverska landsliðið fer fram á Ásvöllum á laugardaginn og verður flautað til leiks klukkan 16. Ókeypis aðgangur er á leikinn. Síðari viðureignin verður í Érd í Ungverjalandi á miðvikudaginn. Samanlagður sigurvegari leikjanna öðlast sæti í lokakeppni HM sem fram fer síðar á árinu.

Andrea Jacobsen, Sandra Erlingsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Margrét Einarsdóttir á æfingu í byrjun vikunnar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson


„Leikirnir framundan verða erfiðir en að sama skapi spennandi,“ sagði Rut sem leikur sinn 114. landsleik á laugardaginn.

Landsliðið valið fyrir leikina mikilvægu við Ungverja

Vanar stórleikjum

„Leikmenn ungverska liðsins leika í mjög sterkum liðum og hafa mikla reynslu, eru vanir að leika í stórum leikjum þótt þær séu margar hverjar ungar. Þetta er bara rosalega gott lið,“ sagði Rut og bætti við að eins og endranær þá verði íslenska liðið að leika algjöran toppleik til þess að ná fram hagstæðum úrslitum á heimavelli á laugardaginn.

Allt þarf að ganga upp

„Allt þarf að ganga upp hjá okkur. Við verðum að ná upp frábærri vörn og fá markvörsluna með. Þar með getum við komið okkur í leik og náð hagstæðum úrslitum. Síðari leikurinn verður erfiður. Hefðin fyrir handknattleik í Ungverjalandi er rík og það má búast við gríðarlegri stemningu í höllinni ytra,“ sagði Rut sem lék í rúman áratug með nokkrum af fremstu félagsliðum Danmerkur og lék víða í Evrópumótum félagsliða.

Mynd/Kristján Orri Jóhannsson

Erum á góðum stað

„Við erum á góðum stað um þessar mundir. Stígandi er í liði okkar og margar stelpur sem hafa leikið saman um nokkuð langan tíma. Þær hafa vaxið í hlutverkum sínum og sinnt þeim vel. Liðið okkar er orðið þéttara en það var og hópurinn sterkari. Framfarirnar eru stöðugar. Hvort okkur tekst að brjóta ísinn núna eða síðar kemur í ljós á næstu dögum,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik.


Ókeypis aðgangur er á leikinn klukkan 16 á Ásvöllum á laugardaginn í boði Icelandair. Það er tekið fram hér þótt auglýsingastofan sem vinnur fyrir Icelandair hafi ekki minnsta áhuga á að kaupa auglýsingu af handbolti.is né séð sér fært að láta svo lítið að svara óskum þar um.

Vaskur hópur fylgir Ungverjum til Íslands

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -