- Auglýsing -

Alonso tekur við af Rúnari

- Auglýsing -


Spánverjinn Raul Alonso hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins SC DHfK Leipzig til næstu tveggja ára. Ráðning hans var tilkynnt í morgun.

Alonso tekur við af Rúnari Sigtryggssyni sem leystur var frá störfum fyrir mánuði. Með SC DHfK Leipzig leikur landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson en framtíð hans hjá félaginu er í töluverðri óvissu þessa dagana eftir að föður hans var sagt upp.


Alonso hefur verið þjálfari RK Eurofarm Pelister, meistaraliðs Norður Makedóníu og þátttakanda í Meistaradeild Evrópu í hálft annað ár. Eurofarm Pelister varð meistari þriðja árið í röð í Norður Makedóníu í vor en tapaði fyrir Vardar Skopje í úrslitum bikarkeppninnar. Ár var eftir af samningi Alonso við félagið þegar SC DHfK Leipzig kom inn í myndina.

Alonso var þjálfari HC Erlangen frá sumrinu 2022 fram í nóvember 2024. Ólafur Stefánsson var aðstoðþjálfari liðsins á þeim tíma. Áður var hann m.a. aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar frá THW Kiel frá 2010 til 2015 og þjálfari Meschkov Brest, meistaraliðs Hvíta-Rússlands, frá 2018 til 2021, fyrsta árið aðstoðarþjálfari.

Auk Alonso voru  Oscar Carlén og Nicolej Krickau orðaðir við þjálfarastarfið hjá Leipzig en liðið hafnaði í 13. sæti af 18 liðum þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -