- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alsírbúar verða andstæðingar Alfreðs á HM

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Alsír vann fimmta sæti á Afríkumótinu og verður þar með eitt fimm Afríkuríkja sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar. Alsírbúar verða m.a. andstæðingar Alfreðs Gíslasonar og lærisveina í þýska landsliðinu.


Alsír vann lið Gíneu, 27:26, í æsispennandi leik um fimmta sætið á Afríkumótinu í Karíó í dag. Gíneubúar, sem vakið hafa verðskuldaða athygli á mótinu, sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Þeir unnu Alsírbúa, 28:22, í riðlakeppni mótsins fyrir viku. Það var skammgóður vermir.


Alsír fer þar með í E-riðil HM þar sem fyrir eru Þýskaland, Katar og Serbía. Hætt er við að það verði við ramman reip að draga fyrir Afríkuliðið.


Framundan eru tveir síðustu leikir Afríkumótsins í kvöld. Marokkó mætir Túnis í leiknum um þriðja sætið áður en Egyptar og Grænhöfðeyingar leika um gullið. Að leikjunum loknum verður víst í hvaða riðla fjögur síðustu Afríkulöndin fara.

Uppfært: Marokkó vann Túnis, 28:24, í leiknum um bronsið. Marokkó tekur þar með sæti í G-riðli en Túnis fer í H-riðil m.a. með heimsmeisturum Dana.


Riðlaskipting á HM 2023:

A:SpánnSvartfj.landChileÍran
B:FrakklandPóllandS-ArabíaSlóvenía
C:SvíþjóðBrasilíaAfríka2Úrúgvæ
D:ÍslandPortúgalUngv.landS-Kórea
E:ÞýskalandKatarSerbíaAlsír
F:NoregurN-MakedóníaArgentínaHolland
G:Afríka1KróatíaMarokkóBandaríkin
H:DanmörkBelgíaBareinTúnis
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -