- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alvarleg meiðsli Ingeborg hafa verið staðfest

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Ingeborg Furunes sem gekk til liðs við Hauka í sumar leikur ekki fleiri leiki með liðinu á keppnistímabilinu. Staðfest er að hún sleit krossband í hægra hné í viðureign Hauka og ÍBV á dögunum. Grunur um slitið sem handbolti.is hafði áður sagt frá hefur verið staðfestur, að sögn Díönu Guðjónsdóttur, annars þjálfara Haukaliðsins.


Ingeborg er 23 ára gömul örvhent skytta og gekk til liðs við Hauka frá norska liðinu Fredrikstad Bkl. Að loknum nærri fimm mínútna leik gegn ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kom Ingeborg illa niður á fæturna eftir að hafa stokkið upp og skorað annað mark Hauka, 3:2.

Ljóst er að Ingeborg leikur vart handknattleik næsta árið. Hún er a.m.k. annar leikmaður Olísdeildar kvenna sem slítur krossband á síðustu vikum. Rétt áður en flautað var til leiks í Olísdeildinni sleit Valsarin Mariam Eradze krossband í leik með liðinu á Ragnarsmótinu á Selfossi.

Díana sagði við handbolta.is að Ingeborg hafi ekki ennþá farið í aðgerð. Félagið styður við bakið á henni eins og kostur er við erfiðar aðstæður. Ekki hefur verið skoðað hvort hægt verður að fá leikmann til þess að koma í stað Ingeborg en hún er eina örvhenta skytta Haukaliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -