- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast er að Ingeborg hafi meiðst alvarlega í hné

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Ingeborg Furunes meiddist snemma í viðureign ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum á síðasta laugardag. Eftir að hún stökk upp og skoraði annað mark Hauka, 3:2, lenti hún illa og högg kom á hægra hnéið.


Eftir því sem handbolti.is kemst næst er óttast að hugsanlega hafi krossband í hné slitnað. Það getur þýtt árs fjarveru frá handknattleiksvellinum.

Ingeborg, sem er örvhent skytta, fer í læknisskoðun í vikunni þar sem í ljós kemur hvort versti grunur verði staðfestur eða að meiðslin séu annars eðlis. Eins og nærri má geta eru alvarleg meiðsli högg, jafnt fyrir Ingeborg og Haukana sem spáð er góðu gengi á leiktíðinni.

Kom í sumar

Ingeborg gekk til liðs við Hauka í sumar frá norska úrvalsdeildarliðinu Fredrikstad Bkl. Þar hún lék undir stjórn Elíasar Más Halldórssonar í tvö ár. Hún er 24 ára gömul uppalin hjá Bodö en lék í tvö ár með Volda áður en hún gekk í raðir Fredrikstad Bkl. árið 2021.

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -