- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alveg biluð stemning í borginni

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður SC Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Stemning var alveg biluð sem er skiljanlegt enda er titillinn mjög stór, bæði fyrir félagið og borgina,“ sagði nýbakaður Evrópumeistari í handknattleik, Gísli Þorgeir Kristjánsson, í samtali við handbolta.is um móttökurnar sem Magdeburg liðið fékk við heimkomu frá Köln eftir sigur liðsins í Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld. Magdeburg vann Meistaradeild Evrópu síðast fyrir 21 ári en hefur m.a. unnið Evrópudeildina í millitíðinni fyrir tveimur árum. 

Gríðarlega mikil móttaka var fyrir liðið við ráðhús borgarinnar á mánudaginn þar sem þúsundir borgarbúa komu saman og hylltu hetjurnar. Handknattleikslið SC Magdeburg er stolt borgarinnar og hefur lengi verið. 

Allir vegir færir

„Sigurinn í Meistaradeildinni er alvöru stimpill á þá vinnu sem við höfum lagt á okkur síðustu árin. Um leið er undirstrikuð sú staðreynd hversu gott liðið er. Því eru allir vegir færir. Fyrir utan hversu góðir við erum í handbolta þá er hugarfarið stórkostlegt í hópnum. Engu máli skiptir þótt við lendum undir í leikjum, við komum alltaf til baka,“ sagði Gísli Þorgeir og vísar máli sínu til stuðnings m.a. til beggja leikjanna í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar um síðustu helgi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -