- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Án Elvars Arnar steinlá Melsungen í Flensburg

Arnar Freyr Arnarsson t.v. og Elvar Örn Jónsson eru leikmenn Melsungen. Ljósmynd/Melsungen.
- Auglýsing -

Án Elvars Arnar Jónssonar steinlá MT Melsungen í kvöld í heimsókn til Flens-Arena í kvöld. Flensburg liðið hafði mikla yfirburði í 40 mínútur og vann með 10 marka mun, 34:24, eftir að hafa verið yfir, 18:14, að loknum fyrri hálfleik. Melsungen hafði tveggja marka forskot, 12:10, eftir 20 mínútur þegar leikmönnun féll allur ketill í eld.

Tognaði á kviðvöðva

Elvar Örn fór ekki með Melsungenliðinu til Flensburg. Hann tognaði á kviðvöðva í síðasta leik gegn Eisenach á síðustu mínútunum. Þar af leiðandi varð ekkert af því að hann mætti frænda sínum Teiti Erni Einarssyni á handboltavellinum í kvöld.

Eftir því sem handbolti.is kemst næst er óvíst hversu lengi Elvar Örn verður frá keppni. Hann hefur átt stórkostlegt tímabil með Melsungen fram til þessa og vafalaust aldrei leikið betur en vikurnar áður en hann meiddist.

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg

Teitur Örn skoraði þrisvar

Teitur Örn skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld og var einu sinni vikið af leikvelli.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen en var fastur fyrir í vörninni og mátti fyrir vikið sitja einu sinni af sér tveggja mínútna refsingu.

Lasse Kjær Møller skoraði 10 mörk fyrir Flensburg og Kays Smits sjö. Erik Balenciaga var markahæstur hjá Melsungen sem varð fyrir áfalli í leiknum Adrian Sipos fór af leikvelli eftir að hafa fengið þungt högg í kviðinn.

Í hinni viðureign kvöldsins í þýsku 1. deildinni vann Füchse Berlin liðsmenn Wetzlar, 36:30. Berlinarliðið komst í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik með sigrinum.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -