- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ánægður með baráttuandann í liðinu

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar og liðsmenn hans fá leika við Valsmenn í átta liða úrslitum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er ánægður að sjá þennan baráttuanda sem var í Stjörnuliðinu þegar á móti blés í leiknum. Stundum hefur Stjarnan koðnað niður í þeirri stöðu og menn hafa bara beðið eftir að komast heim. Það hefur gerst undir minni stjórn og hjá forverum mínum. Að þessu sinni var annað upp á teningnum. Menn hættu ekki og sóttu stigið,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir jafntefli, 33:33, við Hauka á Ásvöllum í 15. umferð Olísdeildar karla í handknattleik.


„Ég vonast til að við séum jafnt og þétt að styrkja báráttuandann í hópnum sem lýsir sér í þessum karakter í liðinu. Þetta var erfiður leikur því Haukar hafa endurheimt nánast alla sína leikmenn aftur og því er liðið orðið mjög sterkt,“ sagði Patrekur var ánægður með stigi sem var það þriðja sem Stjarnan krækir í á síðustu dögum.

Nýtti allan hópinn

„Leikplanið gekk upp hjá okkur og mér tókst að nýta allan leikmannahópinn. Aðalsteinn [Örn Aðalsteinsson] lék til að mynda mjög mikið. Jóhannes minn kom líka inn í vörnina og hjálpaði okkur. Það var bara mikil orka í hópnum.


Sigurður [Dan Óskarsson] var frábær í markinu fyrstu 15 til 20 mínúturnar. Á sama tíma var varnarleikurinn einnig framúrskarandi. Okkur tókst ekki að fylgja því eftir þegar á leið hálfleikinn, ekki fyrr en undir lokin þegar við vorum komnir nokkrum mörkum undir,“ sagði Patrekur ennfremur.

Ætlum okkur í Höllina

Næsti leikur Stjörnunnar verður á föstudaginn eftir viku gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í átta liða úrslitum Poweradebikarsins. „Það verður kærkomið verkefni fyrir okkur að búa okkur undir að mæta frábæru liði Vals. Við ætlum okkur í Höllinni,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar ákveðinn eftir jafnteflið á Ásvöllum í gær.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -