- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ánægður með flottan sigur

Stjörnumenn stíga sigurdans í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Ég er ánægður að fara af stað eftir hléið með flottum sigri,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í kvöld eftir sex marka sigur á Gróttu, 27:21, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.

Með sigrinum komst Stjarnan stigi upp fyrir Gróttu, í sjöunda sæti Olísdeildar með 11 stig. Grótta er stigi á eftir í áttunda sæti. Tveggja marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 14:12, Stjörnunni í vil.

„Varnarleikurinn var mjög góður og sóknarleikurinn var betri í síðari hálfleik. Við erum bara mjög ánægðir. Áfram höldum við bara á leið okkar til að safna stigum,“ sagði Hrannar sem tók við Stjörnunni í slæmri stöðu í byrjun vetrar en hefur tekist að mjaka liðinu aðeins ofar.

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

„Við getum gert betur en þetta og verðum bara að halda áfram að vinna í okkar málum, jafnt í vörn sem sókn,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.

Staðan og næstu leiki í Olísdeildum.

Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 6/1, Jakob Ingi Stefánsson 4/1, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Hannes Grimm 3, Ágúst Emil Grétarsson 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Gunnar Dan Hlynsson 1, Jón Ómar Gíslason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 6, 23,1% – Shuhei Narayama 6, 46,2%.
Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 7, Pétur Árni Hauksson 7, Starri Friðriksson 5, Tandri Már Konráðsson 4, Daníel Karl Gunnarsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 13, 38,2% – Sigurður Dan Óskarsson 1/1, 100%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -