- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andri Már var markahæstur hjá Leipzig

Andri Már Rúnarsson leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andri Már Rúnarsson átti fínan leik með SC DHfK Leipzig í dag og var m.a. markahæstur þegar liðið heimsótti Hannover-Burgdorf en tapaði, 24:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Andri Már skoraði átta mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Leipzig, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar er í 12. sæti með 14 stig eftir 18 leiki. Töluvert er um meiðsli í herbúðum Leipzig og er m.a. landsliðsmaðurinn Franz Semper fjarverandi.


Renars Uscins skoraði sigurmarki Hannover-Burgdorf hálfri annarri mínútu fyrir leikslok. Að vanda er Heiðmar Felixson í þjálfarateymi Hannover-Burgdorf en liðið er í fjórða sæti með 28 stig. Færeyingurinn Vilhelm Poulsen, sem eitt sinn var samherji Andra Más hjá Fram, skoraði þrjú af mörkum Hannover-Burgdorf.

Viggó Kristjánsson var ekki með HC Erlangen í fyrsta sinn í dag þegar liðið tók á móti Flensburg og tapaði með sex marka mun, 32:26.


Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í dag:
HSV Hamburg – Rhein-Neckar Löwen 30:30.
Bietigheim – HSG Wetzlar 27:28.
-Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Wetzlar.
Füchse Berlin – Potsdam 36:19.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -