- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingur Hauka: CSM Focsani frá Rúmeníu

Leikmenn Haukar taka móti Valsmönnum á Ásvöllum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eins og kom fram fyrr í dag verður andstæðingur Hauka í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla rúmenska liðið CSM Focsani. Það situr um þessar mundir í 5. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað tvisvar sinnum.

  • Tapleikirnir voru gegn meisturunum Dinamo Búkarest, 35:26, og fyrir Steua Búkarest, 31:25. Einn af sigurleikjunum fimm fram til þessa var gegn Potaissa Turda, 24:23, sem mörgum íslenskum handknattleiksáhugamönnum er vel kunnugt um eftir viðureignir við Val og ÍBV í Áskorendakeppni Evrópu 2017 og 2018. Turda-liðið er í sæti fyrir ofanCSM Focsani í deildinni um þessar mundir.
  • Keppnistímabilið 2020/2021 hafnaði CSM Focsani í 5. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar af 16 þátttökuliðum eftir 17 sigurleiki og 11 töp, ekkert jafntefli.
  • CSM Focsani lék fyrst í efstu deild rúmenska karlahandboltans árið 2015 og var hársbreidd frá falli úr deildinni vorið 2018. Íþróttahús liðsins, Sala Sporturilor Vrancea rúmar 1.400 áhorfendur.
  • Fyrir utan 15 rúmenska leikmenn eru tveir Serbar á samningi hjá liðinu, einn Rússi og einn frá Norður Makedóníu.
  • CSM Focsani, sem tekur nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni félagsliða, komst í 32-liða úrslit eftir að hafa unnið Handball Kaerjeng frá Lúxemborg í tvígang á heimavelli um nýliðna helgi, 33:26 og 35:27.
  • Focsani er helsta borg Vrancea-héraðs Rúmeníu, nærri 200 km norðaustur af höfuðborginni, Búkarest. Íbúar eru rétt innan við 100 þúsund.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -