Club Balonmano Elche verður andstæðinguri Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikirnir eiga að fara fram 13. eða 14. nóvember annarsvegar og 20. og 21. nóvember hinsvegar. Verði sú leið valin að leika heima og að heiman á KA/Þór heimaleik fyrri helgina.
- Elche er 230.000 manna bær í Alcantehéraði á suðurausturhluta Spánar.
- Club Balonmano Elche er spænskur bikarmeistari í handknattleik í vor eftir að hafa unnið Valladolid, 32:26, í úrslitaleik.
- Liðið situr í sjöunda sæti af 14 liðum spænsku 1. deildarinnar um þessar mundir með 7 stig eftir fimm leiki. Þrír leikir hafa unnist, einn tapast og einum lokið með jafntefli.
- Club Balonmano Elche sat yfir í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar sem lauk um síðustu helgi.
- Club Balonmano Elche tók þátt í Evrópubikarkeppninni á síðasta ári og vann Granolles samanlagt, 60:42, í 32-liða úrslitum. Þegar kom að 16-liða úrslitum í janúar á þessu ári þá ákvað félagið að gefa leiki sína gegn Atletico Guardes vegna ástands kórónuveirunnar.
- Af 18 leikmönnum á skrá eru 13 af spænsku bergi brotnar, tvær frá Argrentínu, aðrar tvær frá Brasilíu auk einnar frá Rússlandi.
- Vinstri hornamaður liðsins, Joana Boling, er landsliðskona Argentínu.
- Enginn úr liðinu var í spænska landsliðinu sem tók þátt í Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókíó í sumar.
- Auglýsing -