- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anna Lára semur við Stjörnuna til tveggja ára

Anna Lára Davíðsdóttir hefur samið við Stjörnuna til næstu tveggja ára. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Anna Lára Davíðsdóttir hefur samið við kvennalið Stjörnunnar til ársins 2025. Hún er ekki ókunnug í herbúðum Stjörnunnar eftir að hafa leikið sem lánsmaður frá Haukum á yfirstandandi keppnistímabili. Nú hefur hún ákveðið að fá félagaskipti úr Haukum yfir til Stjörnunnar.

Anna Lára er 22 ára gömul frá Seltjarnarnesi. Hún er skytta og hefur verið í æfingahópum með mörgum yngri landsliðum Íslands. Árið 2021 samdi Anna Lára við Hauka en annars er hún fædd og uppalin í Gróttu. Hún var fyrirliði Gróttu um skeið og var valin íþróttakona Seltjarnarness 2020.

„Anna Lára er ákveðin og dugleg, passar vel inn í hópinn og mikill liðsmaður. Við bjóðum hana velkomna,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar í dag.

Systir Önnu Láru, Eva Björk, hefur verið ein burðarása Stjörnuliðsins undanfarin þrjú ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -