Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í Olísdeildinni í handbolta með sannfærandi sigri í Grill 66-deildinni í vetur.
Anna Þyrí sem er 24 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór. Hún hefur varla misst úr leik undanfarin sjö tímabil og hefur nú leikið 166 leiki fyrir KA/Þór.
Með KA/Þór hefur Anna Þyrí unnið alla titla sem eru í boði þegar KA/Þór varð Íslandsmeistarari, bikarmeistari, deildarmeistarari og meistarari meistaranna leiktímabilið 2020/2021.
„Við erum gríðarlega ánægð með að halda Önnu Þyrí áfram innan okkar raða og klárt að við höldum áfram okkar flottu vegferð að spila á uppöldum leikmönnum og höldum í okkar gildi,“ segir m.a. í tilkynningu á uppfærðri heimasíðu KA.
Fleiri fregnir úr herbúðum KA/Þórs:
Lydía skrifaði undir tveggja ára samning
Hornakonan öfluga skrifar undir eins árs samning
Bikar fór á loft í KA-heimilinu