- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap hjá Barein í forkeppni ÓL

Brasilíumaðurinn Edney Silva Oliveira á auðum sjó leiknum í Granollers. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, tapaði fyrir brasilíska landsliðinu, 25:24, í annarri umferð í riðli eitt í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í Granollers í kvöld. Þar með dofnaði aðeins yfir vonum Bareina um að krækja í farseðil á Ólympíuleikana. Þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum en eiga áfram von takist þeim að vinna Slóvena í lokaumferðinni á sunnudag, að því tilskyldu að Brasilíumenn vinni ekki stig í leiknum við Spánverja, né að Spánn og Slóvenía skilji jöfn síðar í kvöld.

Barein var með yfirhöndina í leiknum lengi vel. Í hálfleik var þriggja marka munur, 14:11. Brasilíumenn sóttu í sig veðrið þegar á síðari hálfleik leið, ekki síst gekk þeim betur en áður að loka á sóknarleik Bareina.

Brasilíska liðið komst fyrst yfir, 22:21, þegar fimm og hálf mínúta var til leikslok. Á eins marks forskoti tókst Brasilíumönnum að hanga til leiksloka. Leikmenn bareinska landsliðsins áttu möguleika á að jafna þegar innan við mínúta var eftir en þeim tókst ekki að opna vörn andstæðinganna, töpuðum boltanum og Brasilíumenn skoruðu 25. markið, 25:23. Litlu breytti að Ali Eid skoraði úr vítakasti fyrir Barein þegar leiktíminn var úti.

Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með sex mörk. Ahmed Fadhul var næstur með fimm mörk. Rudolph Hackbarth var atkvæðamestur í brasilíska liðinu. Hann skoraði sex sinnum.

Síðari leikur kvöldsins í riðlinum hefst klukkan 20. Spánn og Slóvenía eigast við. Sigurliðið tryggir sér farseðlil á Ólympíuleikanna.

Ekki verður leikið í fyrsta riðli á morgun. Á hinn bóginn verður þráðurinn í staðinn tekinn upp í riðlum tvö og þrjú. Þriðja og síðasta umferð í öllum riðlunum þremur fer fram á sunnudaginn.

Forkeppni ÓL24, karlar: Leikir, úrslit, staðan

Leik Barein og Brasilíu var streymt á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -