Færeyski handknattleiksmaðurinn Sveinur Ólafsson er ekki orðinn gjaldgengur með Aftureldingu á Íslandsmótinu. Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er óvíst hvenær af því verður. Standa mun í Aftureldingarmönnum að greiða um hálfa milljón króna í uppeldisbætur til viðbótar við aðra eins upphæð í alþjóðlegt félagaskiptagjald. Félagaskiptin eru þar með í bið.
Sveinur er ungur að árum og hefur leikið með í unglingalandsleikjum fyrir föðurland sitt. Þess vegna getur færeyska handknattleikssambandið farið fram á uppeldisbætur, samkvæmt upplýsingum handbolta.is.
Öðru máli gegnir um hinn Færeyinginn sem Afturelding krækti í, Hall Arason. Engin krafa um uppeldisbætur fylgdu honum en vitanlega var nauðsynlegt að greiða alþjóðlegt félagaskiptagjald.
Félagaskipti Halls runnu í gegn og hefur hann þegar tekið þátt í einum leik með Aftureldingu í Olísdeildinni, gegn Haukum.
Karlar – helstu félagaskipti 2024
Leikjdagskrá og staðan í Olísdeildum.