- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar öruggur sigur landsliðsins í Aþenu

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í síðari leiknum vuð Grikki í Aþenu í kvöld. Mynd/Paris Sarrikostas
- Auglýsing -

Karlalandsliðið í handknattleik vann öruggan sigur á gríska landsliðinu, 32:25, í síðari vináttuleiknum í Aþenu í kvöld. Íslenska landsliðið var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfeik, 17:11, eftir að hafa hrist Grikki af sér eftir nærri 20 mínútna leik.

Íslenska liðið hélt í horfinu í síðari hálfleik. Grikkjum tókst aldrei að ógna að einhverju marki. Sautján leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í leiknum. Hornamennirnir skiptu leiknum nokkuð bróðurlega á milli sín eins og markverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sama var upp á teningnum í fyrri viðureigninni í gær sem lauk, 33:22.

Leikirnir í Aþenu og æfingarnar síðustu daga eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir umspilsleiki við Úkraínumenn eða Eistlendinga um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar á næsta ári.

Grikkir eiga fyrir dyrum leiki við Hollendinga í umspilinu um HM-sætið.

Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Bendikt Gunnar Óskarsson léku með síðustu mínúturnar í kvöld. Báðir voru þeir einnig með í fyrri viðureigninni í gær en fengu þá ekki að láta til sín taka. Benedikt Gunnar átti eina stoðsendingu. Arnór Snær vann vítakast en fór illa að ráði sínu í upplögðu færi á síðustu sekúndum þegar hann átti þess kost að skora sirkusmark eftir undirbúning Benedikts og Stivens Tobar Valencia.

Arnór og Benedikt verða áttunda bræðraparið til að leika saman landsleik

Andri Már Rúnarsson lék einnig sína fyrstu landsleiki gegn Grikkjum.

Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 7, Elliði Snær Viðarsson 4, Orri Freyr Þorkelsson 4, Stiven Tobar Valencia 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Haukur Þrastarson 2, Viggó Kristjánsson 2/1, Janus Daði Smárason 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 6, 35% – Ágúst Elí Björgvinsson 5/1, 28%.

Mörk Grikklands: Savvas Savvas 7, Achilleas Toskas 4, Christos Kederis 4, Anastasios Papadionysiou 2, Nikolaos Liapis 2, Charalampos Mallios 1, Nikolaos Passias 1, Petros Kandylas 1, Petros Boukovinas 1, Stefanos Michailidis 1, Dimitrios Panagiotou 1.
Varin skot: Panagiotis Papantonopulos 4/1, 22% – Eleftherios Papazoglou 3/1, 14%.

Tölfræðin er fengin hjá Vísir.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -