- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og Benedikt verða áttunda bræðraparið til að leika saman landsleik

Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir á æfingu lansliðsins í Aþenu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Sjö bræðrapör hafa leikið saman landsleik með íslenska landsliðinu. Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson verða í dag áttundu bræðurnir til að ná þeim áfanga þegar þeir klæðast treyju A-landsliðsins í fyrsta sinn þegar íslenska landsliðið mætir gríska landsliðinu í vináttuleik í Ilioupoli Stadium í Aþenu. Arnór Snær og Benedikt Gunnar verða báðir á leikskýrslu í leiknum sem hefst klukkan 14.

Fyrstu bræðurnir á HM 1958

Ragnar Jónsson, stórskytta úr FH og Bergþór, línumaður, bóðir hans, voru fyrstu íslensku bræðurnir til að leika landsleik saman. Það gerðu þeir á HM í Austur-Þýskalandi 1958.
Í kjölfar þeirra komu fleiri sonatvennur úr Hafnarfirði sem léku saman landsleik, og síðan bræður úr Reykjavík, frá Akureyri, Kópavogi og Selfossi.

Bræðurnir Ragnar og Bergþór Jónssynir úr FH, á æfingu á HM í A-Þýskalandi 1958.
Bræðralistinn er þessi:
Ragnar og Bergþór Jónssynir, FH, léku saman fjóra landsleiki 1958.
Örn og Geir Hallsteinssynir, FH, léku saman 20 landsleiki á árunum 1966-1970.
Ólafur og Gunnar Einarssynir, FH, léku saman 5 leiki á árunum 1975-1976.
Ólafur H. og Jón Pétur Jónssynir, Val, léku saman 8 landsleiki 1979.
Alfreð og Gunnar Gíslasynir, KR, léku saman 7 landsleiki á árunum 1981-1982.
Björn og Aðalsteinn Jónssynir, Breiðabliki, léku saman 6 landsleiki á árunum 1986-1987.
Gústaf og Sigurjón Bjarnasynir, Selfossi, léku saman einn leik 1992.

Þeir bræður sem hafa leikið landsleiki, en ekki saman, eru:
Logi og Andrés Kristjánssynir, Haukum,
Sturla og Ingimar Haraldssynir, Haukum,
Kristján og Sæmundur Stefánssyni, FH,
Gústaf og Hermann Björnssynir, Fram,
Guðjón og Magnús Árnasynir, FH,
Viggó og Jón Gunnlaugur Sigurðssynir, Víkingi,
Jón Hermann og Heimir Karlssynir, Valur/Víkingur,
Einar og Björgvin Þór Hólmgeirssynir, ÍR og fleiri liðum utan lands og innan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -