KA lyfti sér upp í sjöunda sæti Olísdeildar karla með sigri á Gróttu, 32:28, í KA-heimilinu í kvöld. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti en Grótta í áttunda en við tapið féll liðið niður í hið lítt eftirsótta níunda sæti. Þetta var annar sigur KA í röð eftir langa mæðu án vinnings.
Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16, eftir að hafa verið sterkari í síðari hluta hálfleiksins.
KA-liðið var hinsvegar öflugra á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Með sterkri vörn og árvökulum markverði, Bruno Bernad, náði heimaliðið að snúa leiknum sér í hag. KA var fimm mörkum yfir, 26:21, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Segja má að Gróttu hafi ekki tekist að vinna muninn upp þrátt fyrir ákafar tilraunir en liðið lék án Ágústs Inga Óskarssonar sem tók út leikbann.
KA á eftir leiki gegn: Víkingur (h), Afturelding (ú), Valur (h), FH (ú).
Grótta á eftir leiki gegn: Afturelding (h), Valur (ú), FH (h), Selfoss (ú).
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Daði Jónsson 4, Ott Varik 4, Einar Rafn Eiðsson 4/1, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 15, 44,1% – Nicolai Horntvedt Kristensen 1, 10%.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 5, Jón Ómar Gíslason 4/1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 4, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Hannes Grimm 3, Ari Pétur Eiríksson 1, Áki Hlynur Andrason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12, 30% – Hannes Pétur Hauksson 1, 20%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.