- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur KA í röð

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið KA vann í gærkvöldi annan leik sinn í röð í Grill 66-deild karla í handknattleik þegar það lagði ungmennalið Hauka, 36:34, í KA-heimilinu. KA var einnig tveimur mörkum yfir þegar fyrri hálfleik var lokið, 21:19.


Haukar reyndu hvað þeir gátu í síðari hálfleik til þess að snúa taflinu við og tókst það loksins eftir um 13 mínútna leik þegar markvörðurinn, Magnús Gunnar Karlsson, skoraði, 26:27, fyrir Hauka. Tólf mínútum fyrir leikslok voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir, 28:30 og nokkru síðar var forskot gestanna eitt mark, 30:31. KA-menn reyndust hlutskarpari á lokasprettinum eftir afar jafnan leik, 36:34.


KA U hefur komið sér fyrir í fjórða sæti Grill 66-deildarinnar með 16 stig. Haukar eru einu stigi á eftir.

Staðan í Grill 66-deildinni og næstu leikir.

Mörk KA U.: Dagur Árni Heimisson 9, Haraldur Bolli Heimisson 6, Kristján Gunnþórsson 6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Hugi Elmarsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Ernir Elí Ellertsson 2, Jóhann Bjarki Hauksson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 11.
Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 7, Jakob Aronsson 6, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Birkir Snær Steinsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Gísli Rúnar Jóhannsson 2, Magnús Gunnar Karlsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 2, Steinar Logi Jónatansson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -