Í annað sinn á keppnistímabilinu vann Fram stórsigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna. Að þessu sinni munaði 11 mörkum á liðunum eftir viðureign í Úlfarsárdal, 33:22. Með sigrinum settist Framliðið í þriðja sæti Olísdeildar með 12 stig eftir 10 leiki og verður þar fram á nýtt ár þegar þráðurinn verður tekinn upp á nýjan leik.
Í lok september vann Fram Stjörnuna nærri því með sömu markatölu í Mýrinni, 32:22.
Stjarnan var þremur mörkum undir í hálfleik, 17:14. Flest gekk Stjörnunni í óhag í síðari hálfleik og löngu fyrir leikslok var Fram búið að ná 10 marka forskoti. Ethel Gyða Bjarnasen markvörður unglingalandsliðsins átti stórleik í marki Fram á bak við góða vörn liðsins. Einnig var Andrea Gunnlaugsdóttir vel á verði þann tíma sem hún fékk að spreyta sig.
Stjarnan situr í neðsta sæti Olísdeildar kvenna með þrjú stig og mun ekki hreyfa sig þaðan á næstunni hvernig sem síðasti leikur ársins í deildinni, á milli Aftureldingar og Hauka, endar annað kvöld.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Alfa Brá Hagalín 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 12/1, 54,5% – Andrea Gunnlaugsdóttir 6, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Eva Björk Davíðsdóttir 4/3, Embla Steindórsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Ivana Jorna Meincke 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12/2, 26,7%.
Fyrr í kvöld fóru fram tveir leikir í Olísdeild kvenna.
ÍR sagði skilið við botnliðin – Valur tryllti sér á toppinn
KA/Þór – ÍR 19:22 (11:8).
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 5/3, Nathalia Soares Baliana 3/1, Isabella Fraga 3, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 15/3, 40,5%.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 9/4, Hanna Karen Ólafsdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 11, 37,9% – Hildur Öder Einarsdóttir 0.
ÍBV – Valur 17:25 (7:14).
Mörk ÍBV: Amelía Einarsdóttir 5/4, Elísa Elíasdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 10, 28,6%.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/3, Thea Imani Sturludóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, 52,2% – Sara Sif Helgadóttir 4, 40%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.