- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annasamt kvöld hjá Íslendingum

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Átta Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Tíu leikir voru á dagskrá keppninnar. Tveimur viðureignum var frestað.

  • Í B-riðli voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson með IFK Kristianstad í heimsókn hjá Nimes í Frakklandi þar sem sænska liðið hrósaði sigri, 25:24, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12. Ólafur Andrés skoraði sex mörk og Teitur Örn fjögur.
  • Í C-riðli skoraði Aron Dagur Pálsson tvö mörk fyrir sænska liðið Alingsås þegar það vann Besiktas, 32:24, í Istanbul. Þetta var fyrsti sigur Alingsås í keppninni. Alingsås var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon léku með Magdeburg sem vann CSKA, 37:30, á heimavelli. Magdeburg var sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11. Ómar Ingi skoraði átt mörk og Gísli Þorgeir sex.
  • Í D-riðli náði Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar þjálfara, jafntefli við Eurofarm Pelister í Norður-Makedóníu, 25:25, eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik, 16:10.
  • Ýmir Örn Gíslason lék með Rhein-Neckar Löwen sem sótti GOG heim og vann 37:32 eftir að hafa verið 19:14 yfir að loknum fyrri hálfleik. Ýmir skoraði ekki mark. Alexander Petersson lék ekki með Löwen vegna meiðsla. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð lengst af leiksins í marki GOG. Hann varði 6 skot, 19,35% hlutfallsmarkvarsla.

    Úrslit leikja kvöldsins og staðan:

    A-riðill:
    Aon Fivers – Toulouse 37:32
    Medvedi – Wisla Plock 27:28
    Ademar León – Metalurg 41:32
    Staðan: Wisla Plock 4(2), Ademar 4(2), Toulouse 3(3), Medvedi 2(2), Fivers 2(3), Metalurg 0(2).

    B-riðill:
    Nimes – IFK Kristianstad 24:25
    Öðrum leikjum var frestað.
    Staðan: Kristianstad 4(3), Füchse Berlin 2(1), Nimes 2(2), Sporting 2(1), Presov 0(1), Bucaresti 0(2).

    C-riðill:
    Besiktas – Alingsås 24:32
    Nexe – Montpellier 22:23
    Magdeburg – CSKA 37:30
    Staðan: Magdeburg 4(2), Alingsås 2(2), Nexe 2(2), Montpellier 2(1), CSKA 0(1), Besiktas 0(2).

    D-riðill:
    Eurofarm Pelister – Kadetten 25:25
    GOG – Rhein-Neckar Löwen 32:37
    Tatabanya – Trimo Trebnje 26:28
    Staðan: Kadetten 3(2), RN-Löwen 2(1), Trimo 2(1), GOG 2(3), Pelistar 1(2), Tatabanya 0(1).
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -