- Auglýsing -

Appelgren fór en Jensen kom

- Auglýsing -


Eftir áratug hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen hefur sænski markvörðurinn Mikael Appelgren yfirgefið félagið og samið við ungverska meistaraliðið One Veszprém og verður þar með samherji Bjarka Más Elíssonar. Í stað Appelgren hefur Rhein-Neckar Löwen fengið danska markvörðinn Mike Jensen frá ungverska meistaraliðinu.


Jensen er þrítugur. Hann þekkir vel til í þýska handknattleiknum eftir fjögurra ára veru, fyrst hjá Balingen frá 2019 til 2021 og eftir það í tvö ár með SC Magdeburg. Hann lék stórt hlutverk þegar Magdeburg vann Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Eftir það fór hann til Benfica og þaðan til Veszprém.

Jensen verður þar með samherji Hauks Þrastarsonar sem gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í sumar frá Dinamo Búkarest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -