- Auglýsing -
- Auglýsing -

Árar lagðar í bát í Noregi

Úti er nánast ævintýri í norska handboltanum á þessu keppnistímabili. Mynd/Volda
- Auglýsing -

Hætt hefur verið við úrslitakeppni í úrvalsdeildum karla og kvenna í Noregi. Elverum hefur verið útnefndur meistari í karlaflokki og er þá miðað við stöðuna eins og hún var þegar keppni var hálfnuð. Ekkert lið fellur úr úrvalsdeild karla en Kristiansand TH tekur sæti í úrvalsdeild og verða 14 lið í deildinni á næsta keppnistímabili.


Til stendur að Vipers Kristansand og Storhamar mætist í úrslitaleik um norska meistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna.

Í síðasta mánuði var gefin út áætlun um að reynt yrði að leika úrslitakeppni í norsku úrvalsdeildunum. Einnig var stefnt að umspilsleikjum á milli úrvalsdeildar og 1. deild. Af þessu verður ekki.


Reynt verður að koma úrslitaleik bikarkeppninnar í kvennaflokki á milli Vipers Kristiansand og Sola á dagskrá 15., 22. eða 23. maí. Takist það ekki á að reyna að koma leiknum á í ágúst.


Follo HK Damer tekur sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Ekkert lið fellur í 1. deild kvenna og ekkert kemur upp í deildina. Þar af leiðandi verða 11 lið í deildinni á næsta keppnistímabili, þar á meðal Volda sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar og Hilmar Guðlaugsson er aðstoðarþjálfari. Sara Dögg Hjaltadóttir lék með Volda-liðinu í vetur. Volda sat í 4. sæti þegar keppnin var sett á ís upp úr miðjum janúar.


Sami háttur verður hafður á 1. deild karla. Ekkert lið kemur upp úr 2. deild í stað Kristiansand TH sem tekur sæti í úrvalsdeildinni.


Vonir standa til að hægt verði að leika æfingaleik á milli nokkurra liða í úrvalsdeild kvenna fyrir sumarið. Engu hefur slegið föstu í þeim efnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -