- Auglýsing -
Áratugur er liðinn frá síðustu viðureign Íslands og Egyptalands á HM í handknattleik. Sú viðureign átti sér stað á HM í Doha í Katar. Ísland vann leikinn 28:25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson var næstur með fimm mörk.
Björgvin Páll Gústavsson markvörður er sá eini sem er í íslenska leikmannahópnum í kvöld sem tók þátt í leiknum í Katar. Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í viðureigninni þá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum á undan gegn Tékkum.
Snorri Steinn Guðjónsson núverandi landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari voru leikmenn Íslands á HM í Katar 2015. Þeir skoruðu sitt markið hvor í leiknum við Egypta fyrir 10 árum.
Aðrir leikir Íslands við Egyptaland á HM:
1964: Ísland - Egyptaland 16:8.
1997: Ísland - Egyptaland 23:20 - leikur um 5. sætið.
2001: Ísland - Egyptaland 22:24.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -