- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Birkir kominn í undanúrslit í Svíþjóð

Arnar Birkir Hálfdánsson gekk til liðs við Amo Handboll í sumar. Mynd/Amo Handboll
- Auglýsing -

Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir HK Aranäs, 32:28, í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum. Amo HK vann fyrri viðureignina með sjö marka mun tveggja leikja rimmu samanlagt, 63:60.

Sá rautt undir leikslok

Arnar Birkir hafði hægt um sig í sóknarleiknum í kvöld og lét nægja að skora einu sinni. Hann var þeim mun ákafari í vörninni með þeim afleiðingum að vera þrisvar sinnum vikið af leikvelli, síðast þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Ekki var þá hjá því komist af hálfu dómaranna að sýna Arnari Birki rautt spjald til að undirrstrika að hann mætti ekki taka meira þátt í leiknum.

Amo HK kom upp í sænsku úrvalsdeildinni í vor og hefur svo sannarlega tekist að velgja stærri undir uggum í haust og í vetur.

Auk Amo HK eru Önnereds, Hammarby og Ystads IF með bókað sæti í undanúrslitum sem leikin verða snemma á næsta ári. Arnar Birkir verður eini fulltrúi íslensks handknattleiks í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar þetta tímabilið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -