- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Freyr og Elvar Örn fögnuðu í Mannheim

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson hrósuðu sigri með liðsfélögum sínum í MT Melsungen á liði Rhein-Neckar Löwen, 28:23, í SAP-Arena í Mannheim. MT Melsungen styrkti stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en fimmta sætið er það síðasta sem gefur þýskum félagsliðum þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Melsungen hefur ekki verið í Evrópukeppni síðan haustið 2020.

Arnar lét til sín taka

Arnar Freyr skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen ásamt Ivan Martinovic en Lettinn Dainis Kristopans var markahæstur með sjö mörk. Arnari Frey var einu sinni vikið af leikvelli.

Tobias Reichmann skoraði fimm fyrir Rhein-Neckar Löwen og Juri Knorr fjögur. Annars komust sóknarmenn liðsins lítt áleiðis gegn vörn MT Melsungen.

Elvar Örn skoraði ekki mark fyrir Melsungen að þessu sinni.
Ýmir Örn Gíslason var ekki í leikmannahóp Rhein-Neckar Löwen í kvöld vegna veikinda. Liðið er í 10. sæti af 18 liðum deildarinnar.

Hannover-Burgdorf tapaði fyrir Lemgo, 28:23, á útivelli og virðist ætla að tapa einnig slagnum um sjötta sætið fyrir Gummersbach. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Nokkuð er um meiðsli meðal leikmanna liðsins sem komið hefur niður á árangrinum síðustu vikur.

Í þriðja leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni vann Göppingen lið HSG Wetzlar, 32:27.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -