- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Freyr og Elvar Örn unnu Íslendingaslaginn

Arnar Freyr Arnarsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur hjá MT Melsungen í kvöld þegar liðið vann Gummersbach á heimavelli, 28:22, í tíundu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik.


Arnar Freyr skoraði sex mörk í jafn mörgum skotum. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen og átti eina stoðsendingu.

Viðsnúningur í síðari hálfleik

Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach, tvö úr vítaköstum. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjórum sinnum.
Leikurinn var afar kaflaskiptur. Gummersbach var fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:10. Liðinu tókst aðeins að skora átta mörk í síðari hálfleik gegn Arnari Frey, Elvari og félögum í vörn Melsungen. Nebojsa Simic, landsliðsmarkvörður Svartfellinga, fór hamförum í markinu og var með 48% hlutfallsmarkvörslu.

Ótrúleg frammistaða Buric

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg í stórsigri á nýliðum Hamm-Westfalen, 37:23, í Flens-Arena. Bosníumaðurinn Benjamin Buric markvörður Flensburg lék á als oddi og var með 50% hlutfallsmarkvörslu, varði 22 skot. Ótrúleg frammistaða.

Heiðmar og félagar áfram á sigurbraut

Áfram heldur gott gengi Hannover-Burgdorf þar sem Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari. Liðið vann Erlangen á heimavelli, 29:28. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

Hannover-Burgdorf fór upp í sjötta sæti með sigrinum og hafði sætaskipti við Erlangen sem á leik til góða.

Standings provided by Sofascore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -