- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar og leikmenn landsliðsins hafa ekki hlotið verðskuldað hrós

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn fara yfir málin. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari, Ágúst Þór Jóhannsson, segir að Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn kvennalandsliðsins hafi ekki fengið það hrós og þá athygli sem þau eiga skilið. Framfarir séu greinilegar á síðustu árum sem m.a. sýnir sig í að íslenska landsliðið hafi hækkað um styrkleikaflokk, bæði fyrir undankeppni EM sem nýlokið og einnig þegar raðað var niður í styrkleikaflokka fyrir lokakeppnina.

Ágúst Þór fylgist grannt með alþjóðlegum kvennahandknattleik og veit hvað hann syngur. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins undanfarin ár auk þess að þjálfa yngri landsliðin og kvennalið Vals. Þess utan var Ágúst Þór landsliðsþjálfari kvenna frá 2011 til 2015. Einnig hefur hann þjálfað hjá félagsliðum í Noregi og Danmörku. 

Á síðustu árum hefur landsliðið unnið sig upp um einn styrkleikaflokk. Þess vegna vorum við í öðru styrkleikaflokki en ekki þeim þriðja þegar dregið var í undankeppina sem var að ljúka

Tekur sinn tíma

Ágúst Þór segir kvennalandsliðið hafa stigið nokkur framfaraskref á síðustu árum. Vinnan taki hinsvegar tíma, uppbygging landsliðsins og kvennahandknattleiks hér á landi verður ekki innt af hendi á skömmum tíma. Að því verki verði einnig margir að koma. Töfralausnir eru ekki fyrir hendi.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, og Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari hafa væntanlega oft borið saman bækur sínar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Engin tilviljun

„Ekki má gleyma þeirri staðreynd að liðið vann annað sæti riðilsins undankeppni EM sem var að ljúka. Á síðustu árum hefur landsliðið unnið sig upp um einn styrkleikaflokk. Þess vegna vorum við í öðrum styrkleikaflokki en ekki þeim þriðja þegar dregið var í undankeppina sem var að ljúka.

Íslenska landsliðið hefur jafn og þétt bætt leik sinn og tekið miklum framförum undir stjórn Arnars Péturssonar. Allt hefur þetta tekið sinn tíma sem er eðlilegt,“ segir Ágúst Þór.

U19 ára landslið kvenna á EM 2023 ásamt starfsmönnum. F.v.: Brynja Ingimarsdóttir, Þorvaldur Skúli Pálsson, Árni Stefán Guðjónsson, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Jóhann Ingi Guðmundsson, Ágúst Þór Jóhannsson. Fremri röð f.v.: Lilja Ágústsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Valgerður Arnalds, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Brynja Katín Benediktsdóttir. Mynd/Mihai Nitoiu

Tvö yngri landslið á HM í sumar

„Á sama tíma eru yngri landslið okkar í kvennaflokki alltaf að styrkjast og verða betri. Nokkrir leikmenn U20 ára landsliðsins eru í verulegum hlutverkum hjá A-landsliðinu og fleiri voru við æfingar með liðinu á síðustu vikum. Allt helst þetta í hendur,“ segir Ágúst Þór og bendir á að bæði U18 og U20 ára landslið kvenna taki þátt í HM í sumar, ekki síst vegna frábærs árangurs U18 ára landsliðsins HM fyrir tveimur árum. Efniviður er fyrir hendi. Spennandi tímar eru framundan ef rétt verður á spilunum haldið.

Þarna réði ekki tilviljun ríkjum. Þessar staðreyndir vilja oft gleymast. Stelpurnar hafa ekki fengið það hrós sem þær eiga skilið

Skilar sér jafnt og þétt

Vinna undanfarinna ára, hjá Arnari og landsliðskonum, HSÍ og á meðal margra félagsliða sé jafnt og þetta að skila sér í betri leikmönnum og þar af leiðandi sterkara landsliði. Þolinmæði þurfi til en auk elju og dugnaðar.

Náði settu marki

Ágúst Þór segir ennfremur að A-landsliðið hafi náð markmiðum sínum. Unnið annað sæti undankeppnisriðilsins á öruggan og verðskuldaðan hátt. Liðið hafi þroskast og eflst af reynslu. Þar af leiðandi hafi það staðist pressuna þegar hólminn var komið.

Íslenska landsliðið sem lék við Svía á Ásvöllum fyrir liðlega mánuði. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Grunnatriðin voru á hreinu

„Við lékum frábæran varnarleik stóran hluta leiksins við Færeyinga á sunnudaginn á Ásvöllum, ekki síst eftir við breyttum yfir í 5/1 vörn. Grunnatriðin voru á hreinu og verandi undir pressu þá fannst mér stelpurnar svara öllu mjög vel. Frammistaðan var frábær,“ sagði Ágúst Þór og bætir við:

Íslenska liðið hefur jafn og þétt bætt leiks sinn og tekið miklum framförum undir stjórn Arnars Péturssonar. Allt hefur þetta tekið sinn tíma sem er eðlilegt

Engin tilviljun

„Landsliðið hefur haft það að markmiði í meira en þrjú ár og tryggja sér sæti inn á EM 2024. Við fengum “wild card” inn á HM á síðasta ári vegna þess að við ásamt austurríska landsliðinu vorum með bestan árangur þeirra liða sem ekki komust beint inn á mótið. Þarna réði ekki tilviljun ríkjum. Þessar staðreyndir vilja oft gleymast. Stelpurnar hafa ekki fengið það hrós sem þær eiga skilið,“ segir Ágúst Þór og leggur áherslu á orð sín um leið og hann bætir við og leggur áherslu á orð sín:

„Fjölgun þátttökuliða í lokakeppni EM skiptir ekki máli í þessu sambandi. Liðið tryggði sér annað sæti riðilsins með því að vinna tvisvar sinnum sterkt færeyskt sem hefur yfir að ráða sex leikmönnum sem leika í efstu deild í Danmörku og Noregi. Frammistaðan hefur frábær. Ég stoltur yfir að hafa fengið að vera hluti af þessu verkefni.“

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari ásamt Theu Imani Sturludóttur og Sunnu Jónsdóttur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Erum á réttri leið fram veginn

„Arnar þjálfari og leikmenn hafa alls ekki fengið það hrós sem þeir eiga skilið fyrir mikla vinnu sínu á síðustu árum. Vinna sem hefur skilað kvennahandknattleik fram eftir veginum, á leið sem við viljum vera á,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson handknattleiksþjálfari í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -