- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar velur 21 leikmann fyrir Slóveníuleikina

Undirbúningur fyrir leikina mikilvægu við Slóvena hefst síðdegis hjá landsliðinu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðsins hefur valið 21 leikmann í æfingahóp vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í desember. Fyrri leikurinn við Slóvena verður 16. apríl í Slóveníu en sá síðari í Schenkerhöllinni á Ásvöllum fimm dögum síðar.

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti í gær undanþágubeiðni HSÍ til hefðbundinna æfinga fyrir A-landslið kvenna og verður fyrsta æfingin síðdegis í dag.

Athygli vekur að í landsliðshópnum eru leikmenn sem ekki hafa átt þar sæti um skeið. Má þar m.a. nefna Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, Val, Andreu Jacobsen, Kristianstad og Díönu Dögg Magnúsdóttur, Zwickau.

Sextán af 17 leikmönnum sem voru í landsliðinu í forkeppni HM í Skopje fyrir hálfum mánuði eru í hópnum sem valinn var í morgun. Steinunn Björnsdóttir gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0).
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (5/0).
Saga Sif Gísladóttir, Val (2/0).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19).
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val (101/221).
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9).
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (22/19).
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (39/32).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (40/79).
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (37/68).
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369).
Lovísa Thompson, Val (22/41).
Mariam Eradze, Val (1/0).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (97/205).
Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (43/55).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).

Starfsfólk:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Hlynur Morthens, markmannsþjálfari.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Jóhann Róbertsson, læknir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -