- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnari sagt upp hjá Neistanum

Arnar Gunnarsson fyrir miðju ásamt Íslendingunum Felix Má Kjartanssyni og Ágústi Inga Óskarssyni sem léku undir hans stjórn hjá Neistanum í Færeyjum þangað til á dögunum. Myndin var tekin eftir að Neistin tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Arnari Gunnarssyni var í gær sagt upp störfum hjá færeyska karlaliðinu Neistanum eftir rúmlega hálft annað ár í starfi, samkvæmt heimildum handbolta.is. Uppsögnin kemur í kjölfar taps Neistans fyrir H71, 28:12, í úrslitum bikarkeppninnar á laugardagskvöld.

Arnar þjálfaði í Þýskalandi keppnistímabilið 2019/2020 áður en hann fór til Færeyja. Hér heima hefur Arnar m.a. þjálfað hjá Fjölni, Selfoss og HK.

Arnar tók við þjálfun liðsins sumarið 2020 en auk þjálfun meistaraflokksliðs karla var hann þjálfari elstu árganga pilta. Starf Arnar var víkkað út fyrir árið þegar hann skrifaði undir nýjan samning fyrir ári.


Góður gangur var á liði Neistan á síðasta keppnistímabili. Liðið lék til undanúrslita um meistaratitilinn á síðasta keppnistímabili og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar þá eins og núna. Verr hefur gengið í deildarkeppninni það sem af er leiktíðar en engur að síður komst liðið í úrslitaleik bikarkeppninnar um síðustu helgi eftir frækinn sigur á KÍF frá Kollafirði á útivelli í undanúrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -