Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður KA, er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik keppnistímabilið 2020/2021. Hann skoraði 163 mörk í 22 leikjum, 7,4 mörk að jafnaði í leik. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, sem lengi var efstur á listanum, varð annar. Hann skoraði fimm mörkum færra en Árni Bragi sem er fyrsti markakóngur KA í efstu deild í 16 ár.
Úkraínumaðurinn Ihor Kopyshynskyi og vinstri hornamaður Þórs, er þriðji markahæstur með 130 mörk. Á eftir honum eru Hafnfirðingarnir Einar Rafn Eiðsson, FH, og Orri Freyr Þorkelsson, Haukum.
Hornamenn áberandi
Þrír af fimm markahæstu leikmönnum deildarinnar leika í vinstra horni með liðum sínum, Hákon Daði, Kopyshynskyi og Orri Freyr, auk þess sem Árni Bragi og Einar Rafn, hafa oft brugðið sér í hlutverk hægri hornamanns með liðum sínum í gegnum tíðina.
Mikill endasprettur
Árni Bragi átti mikinn endasprett. Hann skoraði til að mynda 98 mörk í síðari 11 umferðum deildarinnar, m.a. einu sinni 14 mörk, í eitt skipti 12 og tvisvar 11 mörk.
Árni Bragi er fyrsti markakóngur KA í efstu deild frá árinu 2005 þegar Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari Selfoss, skoraði flest mörk allra í deildinni. Á þeim tíma átti KA markahæsta leikmanna efstu deildar tvö ár í röð en Arnór Atlason, KA, var markahæstur árið áður.
Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyri handboltafélags, er síðasti markakóngur Akureyrarliðs í efstu deildar 2012. KA var annað félagið sem átti aðild að Akureyri handboltafélagi. Á tíunda áratugunum voru Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson og Valdimar Grímsson markakóngar efstu deildar í búningi KA.
Færa sig um set
Fjórir af fimm efstu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar flytja sig um set fyrir næsta keppnistímabil. Markakóngurinn gengur til liðs við Aftureldingu. Hákon Daði er á leið til Gummersbach í Þýskalandi, Einar Rafn leysir Árna Braga af hjá KA og Orri Freyr flytur til Noregs og verður leikmaður norska meistaraliðsins Elverum.
Hér fyrir neðan er listi yfir 40 markahæstu leikmenn Olísdeildar 2020/2021. Nafn, félag, fjöldi marka/vítaköst – leikir.
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, 163/34 – 22.
Hákon Daði Styrmisson, ÍBV, 158/71 – 22.
Ihor Kopyshynskyi, Þór, 130/50 – 22.
Einar Rafn Eiðsson, FH, 117/35 – 20.
Orri Freyr Þorkelsson, Haukum 113/43 – 19.
Blær Hinriksson, Afturelding, 111/32 – 18.
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu, 110/0 – 21.
Hergeir Grímsson, Selfossi, 107/34 – 22.
Andri Már Rúnarsson, Fram, 100/4 – 22.
Andri Þór Helgason, Gróttu, 98/55 – 22.
Anton Rúnarsson, Val, 95/32 – 21.
Ásbjörn Friðriksson, FH, 95/24 – 20.
Dagur Arnarsson, ÍBV, 93/0 – 22.
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, 93/4 – 19.
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 91/16 – 21.
Vilhelm Poulsen, Fram, 87/8 – 19.
Áki Egilsnes, KA, 86/0 – 20.
Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi, 84/0 – 21.
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Stjörnunni, 79/0 -22.
Leó Snær Pétursson, Stjörnunni, 79/43 – 20.
Gunnar Valdimar Johnsen, ÍR, 77/26 – 20.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding, 77/0 – 19.
Ragnar Jóhannsson, Selfossi, 76/1 – 18.
Finnur Ingi Stefánsson, Val, 75/21 – 20.
Magnús Óli Magnússon, Val, 75/0 – 17.
Daníel Örn Griffin, Gróttu, 73/0 – 19.
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV, 72/3 – 18.
Karolis Stropus, Þór, 71/0 – 22.
Einar Sverrisson, Selfossi, 69/4 – 22.
Leonharð Þorgeir Harðarson, FH, 69/0 – 22.
Starri Friðriksson, Stjörnunni, 67/10 – 19.
Bergvin Þór Gíslason, Aftureldingu, 66/0 – 21.
Dagur Gautason, Stjörnunni, 66/2 – 21.
Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR, 66/1 – 21.
Birgir Már Birgisson, FH, 64/0 – 22.
Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum, 63/3 – 21.
Geir Guðmundssson, Haukum, 62/0 – 19.
Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram, 62/3 – 19.
Adam Haukur Baumruk, Haukum, 61/0 – 22.
Patrekur Stefánsson, KA, 61/2 – 21.