- Auglýsing -
- Auglýsing -

Árni Bragi er fyrsti markakóngur KA í 16 ár

Árni Bragi Eyjólfsson markakóngur Olísdeildar karla á síðustu leiktíð er einn þeirra sem skipt hefur um félag í sumar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður KA, er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik keppnistímabilið 2020/2021. Hann skoraði 163 mörk í 22 leikjum, 7,4 mörk að jafnaði í leik. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, sem lengi var efstur á listanum, varð annar. Hann skoraði fimm mörkum færra en Árni Bragi sem er fyrsti markakóngur KA í efstu deild í 16 ár.


Úkraínumaðurinn Ihor Kopyshynskyi og vinstri hornamaður Þórs, er þriðji markahæstur með 130 mörk. Á eftir honum eru Hafnfirðingarnir Einar Rafn Eiðsson, FH, og Orri Freyr Þorkelsson, Haukum.

Hornamenn áberandi

Þrír af fimm markahæstu leikmönnum deildarinnar leika í vinstra horni með liðum sínum, Hákon Daði, Kopyshynskyi og Orri Freyr, auk þess sem Árni Bragi og Einar Rafn, hafa oft brugðið sér í hlutverk hægri hornamanns með liðum sínum í gegnum tíðina.

Mikill endasprettur

Árni Bragi átti mikinn endasprett. Hann skoraði til að mynda 98 mörk í síðari 11 umferðum deildarinnar, m.a. einu sinni 14 mörk, í eitt skipti 12 og tvisvar 11 mörk.

Árni Bragi er fyrsti markakóngur KA í efstu deild frá árinu 2005 þegar Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari Selfoss, skoraði flest mörk allra í deildinni. Á þeim tíma átti KA markahæsta leikmanna efstu deildar tvö ár í röð en Arnór Atlason, KA, var markahæstur árið áður.

Hákon Daði Styrmisson varð næst markahæstur i Olísdeildinni. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyri handboltafélags, er síðasti markakóngur Akureyrarliðs í efstu deildar 2012. KA var annað félagið sem átti aðild að Akureyri handboltafélagi. Á tíunda áratugunum voru Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson og Valdimar Grímsson markakóngar efstu deildar í búningi KA.

Færa sig um set

Fjórir af fimm efstu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar flytja sig um set fyrir næsta keppnistímabil. Markakóngurinn gengur til liðs við Aftureldingu. Hákon Daði er á leið til Gummersbach í Þýskalandi, Einar Rafn leysir Árna Braga af hjá KA og Orri Freyr flytur til Noregs og verður leikmaður norska meistaraliðsins Elverum.

Ihor Kopyshynskyi, Þór Akureyri. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net


Hér fyrir neðan er listi yfir 40 markahæstu leikmenn Olísdeildar 2020/2021. Nafn, félag, fjöldi marka/vítaköst – leikir.

Árni Bragi Eyjólfsson, KA, 163/34 – 22.
Hákon Daði Styrmisson, ÍBV, 158/71 – 22.
Ihor Kopyshynskyi, Þór, 130/50 – 22.
Einar Rafn Eiðsson, FH, 117/35 – 20.
Orri Freyr Þorkelsson, Haukum 113/43 – 19.

Einar Rafn Eiðsson varð í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar. Mynd/J.L.Long

Blær Hinriksson, Afturelding, 111/32 – 18.
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu, 110/0 – 21.
Hergeir Grímsson, Selfossi, 107/34 – 22.
Andri Már Rúnarsson, Fram, 100/4 – 22.
Andri Þór Helgason, Gróttu, 98/55 – 22.

Anton Rúnarsson, Val, 95/32 – 21.
Ásbjörn Friðriksson, FH, 95/24 – 20.
Dagur Arnarsson, ÍBV, 93/0 – 22.
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, 93/4 – 19.
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 91/16 – 21.

Orri Freyr Þorkelsson, Haukum, varð fimmti markahæsti leikmaður Olísdeildar auk þess að vera með yfir 80% skotnýtingu á tímabilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Vilhelm Poulsen, Fram, 87/8 – 19.
Áki Egilsnes, KA, 86/0 – 20.
Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi, 84/0 – 21.
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Stjörnunni, 79/0 -22.
Leó Snær Pétursson, Stjörnunni, 79/43 – 20.

Gunnar Valdimar Johnsen, ÍR, 77/26 – 20.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding, 77/0 – 19.
Ragnar Jóhannsson, Selfossi, 76/1 – 18.
Finnur Ingi Stefánsson, Val, 75/21 – 20.
Magnús Óli Magnússon, Val, 75/0 – 17.

Daníel Örn Griffin, Gróttu, 73/0 – 19.
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV, 72/3 – 18.
Karolis Stropus, Þór, 71/0 – 22.
Einar Sverrisson, Selfossi, 69/4 – 22.
Leonharð Þorgeir Harðarson, FH, 69/0 – 22.

Starri Friðriksson, Stjörnunni, 67/10 – 19.
Bergvin Þór Gíslason, Aftureldingu, 66/0 – 21.
Dagur Gautason, Stjörnunni, 66/2 – 21.
Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR, 66/1 – 21.
Birgir Már Birgisson, FH, 64/0 – 22.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum, 63/3 – 21.
Geir Guðmundssson, Haukum, 62/0 – 19.
Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram, 62/3 – 19.
Adam Haukur Baumruk, Haukum, 61/0 – 22.
Patrekur Stefánsson, KA, 61/2 – 21.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -