- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór er maður sem þú vilt hafa með þér í liði

Arnór Atlason fagnar í landsleik á HM í Katar 2015. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Arnór var klárlega fyrsti kostur þegar ég velti fyrir mér hver ætti að verða mér til aðstoðar. Arnór er bara þannig maður að þú vilt hafa hann með þér í liði,“ sagði Snorri Stienn Guðjónsson nýráðinn landsliðsþjálfari karla í handknattleik spurður af hverju hann hafi valið Arnór Atlason með sér sem aðstoðarþjálfara landsliðsins.

„Gott teymi með þjálfara skiptir miklu máli. Ég þekki það frá árunum mínum hjá Val. Að hafa mann eða menn með sér sem maður þekkir vel skiptir mjög miklu máli.

Arnór er þess utan að mínu mati frábær þjálfari sem þekkir einnig afar vel hlutverk aðstoðarþjálfara eftir að hafa verið í nokkur ár aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold. Hann gjörþekkir að vinna í umhverfi þar sem gerðar eru kröfur. Arnór er í stóru hlutverki hjá félagi sínu sem meðal annars hefur komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Snorri Steinn sem lagði þunga áherslu á að fá Arnór með þótt það hafi ekki verið ófrávíkjanlegt ef ekki hefði tekist samningar.

Fann ríkan vilja

„Ég lagði miklu áherslu á að fá Arnór með mér og það tók sinn tíma að púsla öllu saman til þess að það gæti orðið raunin.
Fyrir utan áhuga minn þá fann ég sterka löngun hjá Arnóri til þess að taka slaginn með mér. Hann brennur fyrir þetta verkefni og var tilbúinn að fórna miklu til þess að leggja hönd á plóginn með okkur. Það minnkaði ekki áhugann minn.

Ofan á annað þá deilum við líkri sýn á handknattleikinn, erum á sömu blaðsíðu ef svo má segja. Við eigum eflaust eftir að takast á en það fer enginn í hávaðarifrildi við Arnór Atlason,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson hress og kátur með nýtt starf og aðstoðarmanninn.

Arnór Atlason er er 38 ára gamall. Fæddur skömmu áður en faðir hans Atli Hilmarsson fór með íslenska landsliðinu til þátttöku á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.
- Arnór hóf að leika handknattleik með KA og var hjá félaginu fram að tvítugu. Eftir það var hann leikmaður SC Magdeburg í Þýskalandi, FCK og AG í Kaupmannhöfn, SG Flensburg-Handewitt í Þýskalandi, Saint-Raphaël í Frakklandi og lauk ferlinum hjá danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg Håndbold frá 2016 til 2018. Síðan hefur Arnór verið aðstoðarþjálfari liðsins. Hann hættir hjá Aalborg Håndbold í sumar og tekur við þjálfun úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro. 
- Undanfarin þrjú ár hefur Arnór þjálfað yngri landslið Danmerkur í karlaflokki en lætur af störfum í sumar.
- Arnór lék 203 landsleiki og skoraði 437 mörk frá 2001 til 2018. Hann var í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og í bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Arnór var burðarás U18 ára landsliðs Íslands sem varð Evrópumeistari 2003 í Slóvakíu. 
- Arnór tók þátt í 13 stórmótum sem leikmaður. Það síðasta var EM 2018 í Króatíu. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -