- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór: Stoltur yfir að fá að vinna fyrir íslenska landsliðið

Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu fyrir nokkrum árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er stoltur af þeim heiðri að fá að vinna fyrir íslenska landsliðið. Það er eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um að gerðist einn góðan veðurdag. Um leið er ég þakklátur fyrir að TTH Holstebro hafi verið reiðbúið að veita mér þetta tækifæri,“ segir Arnór Atlason í tilkynningu sem TTH Holstebro sendi frá sér í dag eftir að greint var frá því að Arnór verði aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handknattleik með Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara.

Arnór tekur við þjálfun karlaliðs TTH Holstebro í júlí eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold fimm ár og einnig þjálfari yngri landsliða Danmerkur. Nokkuð er síðan ákveðið var að Arnór hætti þjálfun yngri landsliða Danmerkur. Annar þjálfari hefur þegar verið ráðinn í hans stað.

„Ég mun leggja mig fram að hlutverk mitt hjá íslenska landsliðinu nýtist í störfum mínum fyrir TTH Holstebro,“ segir Arnór ennfremur í tilkynningunni góðu.

Arnór mun starfa með Snorra Steini í æfingavikum íslenska landsliðsins og vera Snorra Steini einnig til halds og trausts á stórmótum og í leikjum í undankeppni stórmóta.

John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH Holstebro, segir að áhersla sér lögð á að starf Arnórs með íslenska landsliðið komi ekki niður á TTH Holstebro. Starfið með íslenska landsliðinu víkki sjóndeildarhring félagsþjálfarans. Søren Hansen og aðrir væntanlegir samstarfsmenn Arnórs verði búnir undir að hlaupa í skarðið í fjarveru hans.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -