- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir komust á blað

Lið Ribe-Esbjerg. Íslendingarnir þrír eru framarlega á myndinni, Gunnar Steinn Jónsson, Daníel Þór Ingason og Rúnar Kárason. Mynd/Ribe Esbjerg
- Auglýsing -

Íslendingarnir þrír í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Ribe-Esbjerg komust allir á blað yfir markaskorara þegar Ribe-Esbjeg vann næst neðsta lið deildarinnar, TMS Ringsted, 30:23, í Ringsted í dag.

Sigur Ribe-Esbjerg-liðsins var öruggur. Liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. M.a. var sex marka munur að loknum fyrri hálfleik, 16:10.

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk, Daníel Þór Ingason tvö og Gunnar Steinn Jónsson eitt.

Með sigrinum mjakaðist Ribe-Esbjerg aðeins nær næstu liðum í stöðutöflunni en Århus og Fredericia eru með 12. Hinsvegar virðist fátt geta komið liðum Ringsted og Lemvig til bjargar.

Viðureign GOG og Fredericia sem fram átti í dag var frestað.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Aalborg 23(13), GOG 22(12), Bjerringbro/Silkeborg 19(14), Holstebro 18(13), SönderjyskE 15(14), Skjern 15(14), Skanderborg 14(14), Mors Thy 13(14), Kolding 13(14), Århus 12(14), Fredericia 12(13), Ribe-Esbjerg 9(14), Ringsted 3(13), Lemvig 2(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -