- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Ísak leikur áfram af krafti með KA næstu árin

Arnór Ísak Haddsson t.h. ásamt Jóni Heiðari Sigurðssyni hjá KA. Mynd/KA
- Auglýsing -

Unglingalandsliðsmaðurinn Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið vorið 2026.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og lék í vetur sinn 100. leik fyrir félagið en alls eru leikirnir orðnir 105 talsins. Þá hefur hann einnig leikið ófáa leiki fyrir ungmennalið KA sem leikur í næstefstu deild.

Arnór hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir yngri landsliðin þar sem hann hefur keppt bæði á EM og HM.

„Handknattleiksdeild KA hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt og stöðugt efstudeildarlið á ungum KA mönnum og verður áfram gaman að fylgjast með okkar flotta liði með Arnór Ísak í fararbroddi,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar KA í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -