- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og félagar áfram á sigurbraut

Magnus Saugstrup línumaður Aalborg og félagar fóru illa af stað í úrslitakeppninni í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild karla í handknattleik. Í kvöld vann liðið Zagreb í Króatíu, 27:26 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem hefur nú sex stig í B-riðli að loknum þremur leikjum eins og Veszprém. Barcelona hefur einnig fullt hús stiga en á aðeins tvo leiki að baki. Barcelona sækir Nantes heim annað kvöld. Zagreb-liðið er enn án stiga og sennilega er farið að hitna undir Igor Vori þjálfara sem tók við í sumar. Forráðamenn Zagreb hafa í gegnum tíðina ekki sýnt þjálfurum liðsins mikla þolinmæði.

Engelbrecht Buster Juul-Lassen var markahæstur hjá Aalborg með átta mörk og Magnus Saugstrup var næstur með sex mörk. Molos Bozovoc skoraði sjö mörk fyrir Zagreb-liðið og Mario Vuglac var næstur með sex mörk.

Í A-riðli gengur allt í haginn hjá Flensburg sem vann Porto örugglega á heimavelli í kvöld, 36:29, en jafnt var í hálfleik, 15:15. Flensburg er með sex stig eftir þrjá leiki. Lasse Kjær Möller skoraði sjö mörk fyrir þýska liðið og var markahæstur. Magnus Jöndal var næstur með sex mörk. André Gomes og Daymaro Saina Amador skoruðu fimm mörk hvor fyrir Porto.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -