- Auglýsing -
TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, settist á ný í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á TMS Ringsted, 33:26, á heimavelli í kvöld í síðasta leik 12. umferðar. Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö mörk í þremur skotum, gaf eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli.
Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk í 11 skotum og átti eina stoðsendingu fyrir TMS Ringsted. Samherji hans Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark í fjórum skotum og átti eina stoðsendingu eins og Ísak.
TMS Ringsted situr í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með sjö stig eins og Nordsjælland sem er í 13. sæti.
- Auglýsing -




