- Auglýsing -
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk í jafnmörgum tilraunum, ekkert þeirra úr vítakasti, þegar Bergischer HC vann Bjarka Má Elísson og félaga í bikarmeistaraliði Lemgo, 32:27, á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Bjarki Már var markahæsti leikmaður vallarins. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Það nægði hinsvegar ekki því leikmenn Lemgo náðu sér alls ekki á strik og voru undir frá upphafi til enda.
Viggó Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Stuttgart annan leikinn í röð þegar liðið tapaði í heimsókn til Füchse Berlin í Max Schmeling-halle, 29:22. Andri Már Rúnarsson lék með Stuttgart en tókst ekki að skora mark. Stuttgart er áfram í kjallarahluta deildarinnar.
Önnur úrslit í dag:
HC Erlangen – Flensburg 26:30.
Hannover-Burgdorf – THW Kiel, 26:29.
Wetzlar – HSV Hamburg 26:25.
Staðan:
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -