- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór og Pütz ráðnir þjálfarar Bergischer HC til tveggja ára

Markus Pütz t.v., Arnór Þór Gunnarsson fyrir miðri mynd með Fabian Gutbrod íþróttastjóra sér til vinstri handar. Ljósmynd/ heimasíða Bergsicher HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bergischer HC til næstu tveggja ára. Hann þjálfar liðið í samvinnu við Markus Pütz en þeir félagar tóku tímabundið við þjálfun Bergischer um miðjan apríl þegar Jamal Naji var leystur frá störfum í kjölfar 12 tapleikja í röð.

Arnór Þór og Pütz eiga það vandasama verk fyrir höndum, eins og málum er háttað núna, að koma Bergischer HC aftur upp í efstu deild en liðið féll úr deildinni á síðasta sunnudag eftir að lokaumferðin fór fram. Bergischer hafði þá verið samfleytt í deildinni í sex ár.

Ekki er loku fyrir það skotið að Bergsicher haldi sæti sínu en félagið hefur áfrýjað ákvörðun stjórnar þýsku deildarkeppninnar að veita HSV Hamburg áframhaldandi keppnisleyfi þátt fyrir miklar skuldir.

Undir stjórn Arnórs Þórs og Pütz lék liðið mun betur og vann nokkra leiki. Það nægði enda var staðan erfið þá þegar og sex leikir eftir. Þegar upp var staðið vantaði tvö stig upp á til að komast hjá falli í aðra deild.

Arnór Þór er gjörkunnugur Bergischer HC eftir 12 ár í herbúðum félagsins, þar af 11 ár sem leikmaður. Eftir að Arnór Þór hætti að leik fyrir ári varð hann þjálfari yngri liða félagsins. Pütz var árum saman aðstoðarþjálfari Sebastian Hinze sem var þjálfari Bergischer í meira en áratug og hætti 2022 til að taka við Rhein-Neckar Löwen.

Í síðustu viku var tilkynnt að Valsmaðurinn Tjörvi Týr Gíslason gangi til liðs við Bergischer HC í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -