Aron Pálmarsson var markahæstur hjá Veszrpém í kvöld með sex mörk þegar liðið vann Wisla Plock á heimavelli í 8. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 30:26. Auk markanna sex átti Aron þrjár stoðsendingar og átti þar með sinn þátt í að Vespzrém heldur efsta sæti riðilsins með 14 stig, tveimur fyrir ofan PSG sem tapaði fyrir Sporting í gærkvöld.
Þetta var 250. sigur Veszprém í Meistaradeild Evrópu. Xavi Pascual lauk sérstöku lofsorði á frábæran leik Arons í leikslok. Sagði Veszprém hafa endurheimt stórkostlegan leikmann.
Nedim Remili skoraði einnig sex mörk eins og Aron. Bjarki Már Elísson fékk gott tækfæri til þess að láta til sína taka í leiknum og nýtti það vel. Bjarki Már skoraði fjögur mörk. Veszprém var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.
Viktor Gísli Hallgrímsson var í marki Wisla Plock meirihluta leiksins og varði 5 skot, 22%. Wisla Plock rekur lestina í riðlinum með tvö stig.
Haukur skoraði ekki
Haukur Þrastarson var ekki á meðal markaskorara Dinamo Búkarest þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Füchse Berlin, 38:29, einnig í A-riðli. Dinamo átti undir högg að sækja frá upphafi til enda en var þó aðeins marki undir í hálfleik, 16:15.
Haukur átti tvö markskot sem geiguðu.
Staðan í A-riðli: