- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Bjarki öflugir – Viktor vann Íslendingaslag – myndskeið

Bjarki Már Elísson í leiknum við Pelister í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Aron Pálmarsson lék við hvern sinn fingur þegar Veszprém vann Eurofarm Pelister, 33:26, á heimavelli í 9. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Aron skoraði tvö mörk en gaf átta stoðsendingar og lék fyrir vikið varnarmenn Pelister afar grátt. Bjarki Már Elísson var einnig öflugur hjá Veszprém. Hann skoraði fimm mörk í sex skotum.


Sigurinn treysti stöðu Veszprém í efsta sæti A-riðils. Liðið hefur unnið átta af níu leikjum og virðist sem stendur til alls líklegt. Línumaðurinn Ludovig Fabregas naut vel þess hversu vel Aron var með augun hjá sér. Hann skoraði sjö mörk eins og Sergei Mark Kosorotov.

Filip Kuzmanovs var markahæstur hjá Pelister með sex mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsmenn Wisla Plock lyftu sér upp úr neðsta sæti A-riðils með öruggum sigri á Fredericia HK, 30:21, á heimavelli. Danska liðið, sem er undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundsson situr þar með á botni riðilsins með þrjú stig. Wisla er stigi ofar.

Viktor Gísli Hallgrímsson þess albúinn að verja skoti frá Anders Kragh Martinusen leikmanni Fredericia HK í viðureign Wisla Plock og Fredericia í kvöld. Ljósmynd/EPA

Viktor Gísli varði átta skot, 28%, í marki Wisla Plock en hann var á vaktinni allan leikinn.

Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson skoruðu ekki mark fyrir Fredericia að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -