- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Dagur fögnuðu á fyrsta keppnisdegi í Barein

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Asíukeppnin í handknattleik karla hófst í Barein í gær. Landslið sextán þjóða reyna með sér og er leikið í fjórum riðlum á fyrsta stigi mótsins. Keppnisréttur á heimsmeistaramótinu sem fram fer eftir ár í Danmörku, Noregi og Króatíu, er í húfi. Þrír íslenskir þjálfarar eru í eldlínunni á mótinu. 

Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vann Sádi Arabíu, sem Erlingur Richardsson þjálfar, 29:25, í fyrstu umferð í gær en landsliðin eru saman í C-riðli. Í sama riðli eru einnig landslið Íraks og Indlands. Írakar unnu stórsigur, 55:12. 

Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, leikur í D-riðli. Bareinar lögðu Kasaka, 55:12. Í hinni viðureign riðilsins lagði Sameinuðu arabísku furstadæmin liðsmenn Hong Kong, sem sænska ólíkindatólið Kim Ekdahl Du Rietz þjálfar, 29:24.  Næstu leikir í C- og D-riðlum verða á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -